Karfan

Fyrstu fimm: Elvar Már Friðriksson


Listen Later

Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Maroussi í Grikklandi Elvar Már Friðriksson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.

Elvar er 30 ára gamall og að upplagi úr Njarðvík. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra árið 2011. Þar var hann allar götur til 2014, en þá fór hann til LIU í bandaríska háskólaboltanum. Eftir fyrsta árið þar skipti hann um skóla og lauk feril sínum í háskólaboltanum með Barry árið 2018.

Síðan þá hefur hann leikið á fjölmörgum stöðum í Evrópu, Svíþjóð, Frakklandi, Litháen, Ítalíu, Belgíu og nú síðast í sterkri efstu deild Grikklands. Þá hefur hann einnig verið í Evrópukeppnum með nokkrum þeirra liða sem hann hefur leikið fyrir.

Á flestum stöðum lætur Elvar Már duglega að sér kveða, en einstaklingsverðlaun hans eru nokkur og frá ólíkum stöðum. Árið 2020 var hann valinn bakvörður ársins í Svíþjóð, 2021 verðmætasti leikmaðurinn í Litháen og í þrígang hefur hann verið valinn körfuboltamaður ársins á Íslandi, 2021, 2022 og 2023. Þá var hann valinn leikmaður deildar sinnar síðustu tvö árin í bandaríska háskólaboltanum.

Síst merkileg eru met hans og titla er varða stoðsendingar, en hann virðist nánast alltaf vera meðal stoðsendingahæstu leikmanna sem hann spilar með/gegn hvort sem það er með landsliði eða í deild. Hann á t.a.m. stoðsendingamet grísku deildarinnar, en hann gaf 17 stykki í einum og sama leiknum á nýafstöðnu tímabili.

Elvar Már hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í annað skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.

Stjórnandi: Pálmi Þórsson

Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.


...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

KarfanBy Karfan

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

4 ratings


More shows like Karfan

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

475 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

130 Listeners

FM957 by FM957

FM957

28 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

91 Listeners

Endalínan by Podcaststöðin

Endalínan

10 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

22 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

37 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

16 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

9 Listeners

Boltinn Lýgur Ekki by SiggiOrri

Boltinn Lýgur Ekki

1 Listeners