Gestur þáttarins er Sigríður Rakel Ólafsdóttir, markaðsstjóri bílaumboðsins Öskju. Þátturinn er smekkfullur af skemmtilegum umræðum þar sem Ómar og Helga, samfélagsmiðla sérfræðingur hjá Digido, ræða við Sigríði um þá töfra sem fylgja góðu branding.
Við ræðum vörumerki eins og Coca Cola, Pepsi, apple, snyrtivörurisa, Benz, Húsasmiðjuna, Krónuna, Blush, Indó og fleira. Og svo koma raðmorðingjar einhversstaðar fyrir þarna líka.
Sigríður er með yfir 10 ára reynslu af markaðsmálum og hefur lengi haft mikinn áhuga á vörumerkjum og branding. Að eigin sögn stafar áhuginn af forvitni hennar á mannlegri hegðun.
Hún byrjaði sinn feril í markaðsgreiningu hjá Birtingahúsinu áður en bauðst tækifæri til að fara til Cintamani sem markaðsstjóri. Sigríður skipti svo yfir til Ölgerðarinnar þar sem ég starfaði sem vörumerkjastjóri Pepsi ásamt því að taka virkan þátt í vöruþróun félagsins.
Fyrir rétt rúmu ári tók hún svo stökkið yfir til Öskju árið 2022 þar sem hún starfar sem markaðsstjóri í dag og stýrir vörumerkjum Kia, Honda og Mercedes-Benz.
Í þættinum köfum við ofan í:
- Af hverju skipta vörumerki máli?
- Hvað einkennir gott vörumerki og hvernig verður það til?
- Hvaða vörumerki í dag eru að gera það sérstaklega gott?
- Hvernig mælum við árangur af vörumerkjum?
UM HLAÐVARPIÐ
Gagnarök er brakandi ferskt hlaðvarp á vegum gagnadrifnu markaðsstofunnar Digido. Í hlaðvarpinu skiptast fjölskyldumeðlimir Digido á að afhjúpa sinn innri nörd í lifandi umræðum um markaðsmál framtíðar, fortíðar og líðandi stundar.
Hlustendur hlýða á umræður um þau tól, tæki og strategíur sem stuðla að árangursríkum markaðsaðgerðum og eins og góðu hlaðvarpi sæmir mun skrjáfa í froðu-snakkpokanum endrum og eins.
Myndbrot úr þáttunum finnur þú hér:
https://www.linkedin.com/company/digidomarketing
https://www.instagram.com/digidomarketing
https://www.facebook.com/digidomarketing