Mannlegi þátturinn

Gefum íslensku séns, viðlagahúsin og póstkort frá Magnúsi


Listen Later

Við fræddumst í dag um verkefnið Gefum íslensku séns, íslenskuvænt samfélag sem er á vegum Háskólaseturs Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Ísafjarðabæjar og Súðavíkurhrepps. Þetta verkefni hlaut viðurkenninguna Evrópumerkið núna í ár en verkefnið gengur út á að gera fólk meðvitað um hvernig innflytjendur læra íslensku og fá samfélagið í heild til að aðstoða fólk að tileinka sér tungumálið. Við heyrðum í dag í Sædísi Maríu Jónatansdóttir, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða og fengum þau til að segja okkur betur frá þessu.
Guðmundur G Þórarinsson verkfræðingur var 34 ára gamall árið 1973 þegar hann stóð með risastórt verkefni í höndum. Það þurfti að setja upp um 550 viðlagasjóðshús fyrir heimilislausa Vestmannaeyinga og það þurfti að gerast hratt. Í ljósi þeirra stöðu sem komin er upp í Grindavík nú og þá húsnæðisneyð sem íbúar þess eru í, fengum við Guðmund til að lýsa því hvernig Vestmanneyjaverkefnið gekk fyrir sig árið 1973.
Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Eins og heyrst hefur í fréttum þá skemmdist vatnsleiðslan til Vestmannaeyja síðastliðið föstudagskvöld og á henni eru nú tvö göt. Magnús segir í kortinu frá ótta eyjamanna við vatnsleysið, en sagt er að þeir hafi óttast það meira en allar aðrar ógnir. Í seinni hluta póstkortsins segir hann frá grein um öldrun þar sem spáð er hækkandi lífaldri jarðarbúa en líkurnar eru mestar hjá hinum efnameiri því öldrunarlyfin og meðferðin verður dýr og verður líklegast ekki á færi hinna efnaminni.
Tónlist í þættinum í dag:
Dönsum í hríðinni / Fríða Hansen (Fríða Hansen)
Cecilia / Simon & Garfunkel (Paul Simon)
Þar sem fyrrum / Sextett Ólafs Gauks (Oddgeir Kristjánsson og Ási í Bæ)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners