Mannlegi þátturinn

Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, sumartónleikar í Skálholti og Sigrún lesandinn


Listen Later

Nú er tími útivista og gönguferða, fólkið í landinu reimar á sig gönguskóna og nýtur fegurðar íslenskrar náttúru. Yfirleitt þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna skemmtilegar gönguleiðir, en það getur þó verið erfitt að vita hvar skal byrja og hvar þær er að finna. Jónas Guðmundsson, gönguleiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur hefur varið ótal stundum á fjöllum og á göngu um náttúru landsins og nú hefur hann gefið út nýja bók, Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann fjallar um 30 gönguleiðir einmitt á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Jónas kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessum leiðum og bókinni.
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju á hverju sumri síðan. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærst sinnar tegundar á landinu og einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Benedikt Kristjánsson söngvari sagði betur frá hátíðinni í þættinum.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var Sigrún Blöndal, kennari og deildarstjóri. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sigrún sagði frá eftirfarandi bókum og höfundum:
Ann Cleves og Shetland seríu hennar og sögupersónunni Veru Stanhope.
Lee Child og bækurnar um Jack Reacher
Stig Larsson og bækurnar um Lisbeth Salander
Det forsömte forår e. Hans Scherfig
Fornaldarsögur Norðurlanda
Hrólfssaga Kraka
Tónlist í þættinum í dag:
Sól mín sól / Anna Pálína Árnadóttir (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson)
Don’t Stop Me Now / Philharmonix (Freddie Mercury)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners