Mannlegi þátturinn

Gosmengun, Barnamenningarhátíð, Vor í Árborg og póstkort úr Eyjum


Listen Later

Það lá gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni í gær. Gosmóða eða blámóða hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða og getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn eiga að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Við fengum Helga Guðjónsson, verkefnastjóra í einingu vöktunar hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að fræða okkur frekar um gasmengun og gosmóðu í dag.
Við hringdum svo í Björgu Jónsdóttur, verkefnisstjóra Barnamennigarhátíðarinnar sem stendur nú yfir í Reykjavík. Það er fjölbreytt dagskrá og ókeypis er inn á alla viðburði á dagskránni, en hana er hægt að nálgast á barnamenningarhatid.is
Svo er fræddumst við um Vor í Árborg og barnabókahetjur heimsins. En í grunn- og leikskólum Árborgar eru töluð yfir 30 tungumál og á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opnuð sýning á Bókasafni Árborgar þar sem verða kynntar barnabækur á öllum þessum tungumálum og sérstaklega söguhetjur úr bókunum sem munu lifna við í skrúðgöngu Skátafélagsins Fossbúa á morgun. Margrét Blöndal, deildarstjóri menningar- og upplýsingadeildar Árborgar kom í þáttinn og sagði frá.
Svo fengum við póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni og í korti dagsins voru Vestmannaeyjar til umfjöllunar. Vorið hefur verið blítt hingað til í Eyjum. Magnús segir frá skömmum sem hann fékk þegar hann sagði Helgafellið fegurra en Heimaklett, en Heimaklettur er nánast heilagur í huga eyjamanna. Hann segir líka frá ferðamönnunum sem eru farnir að streyma til Eyja á nýjan leik eftir og allir vilja þeir sjá lundann sem er eins og eyjamenn segja ljúfastur allra fugla.
Tónlist í þættinum
Ítalskur Calypso / Erla Þorsteinsdóttir (erlent lag, texti Loftur Guðmundsson)
Turistens klagan / Cornelis Vreesjwik (Cornelis V.)
Allt í gúddí / Ólöf Arnalds (Ólöf Arnalds)
Heitt Toddý / Ellen Kristjánsdóttir (erlent lag, texti Friðrik Erlingsson)
Things We Said Today / The Beatles (Lennon & McCartney)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners