Eins og hlustendur hafa heyrt er janúar mánðurinn þar sem við lítum inná við og hugum að andlegu heilsunni hér á Rás 1. Hugleiðslan á morgnanna hefur slegið í gegn og við fáum til okkar viðmælendur sem gefa okkur góð ráð og hafa mikla þekkingu á þessu sviði. Guðni Gunnarsson ropejogakennari og lífsráðgjafi kom í þáttinn í dag.
Við hringdum í Ínu Gísladóttur en hún er meðal annars þekkt fyrir að leiða ferðafólk í gönguferðir í Páskahelli, út með norðanverðum Norðfirði, að morgni páskadags. Í þjóðsögu tengda hellinum segir af samskiptum sela og manna, en víða um heim er sú saga til að selir sé mannfólk í hami. Við spurðum hana út í Páskahellinn, ferðamennskuna og söguna af bóndasyninum og selnum.
Og lesandi vikunnar í þetta sinn var Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona bókasafns HR. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON