Fyrir utan ákaflega ósannfærandi stigasöfnun undanfarið er eitt helsta vandamál Arne Slot þessa dagana hvaða leikur Liverpool liðsins er hrútleiðinlegur. Það er ekkert hugrekki í leik liðsins, leikplanið virðist meira snúast um að tapa ekki frekar en að vinna og flest öll tölfræði sem við tengjum við leik Liverpool er orðin áhyggjuefni.
Liverpool gerði fyrsta 0-0 jafnteflið sitt í tæplega tvö ár gegn Leeds á Anfeild og afrekaði þar með að fara í gegnum báða leikina gegn nýliðum Leeds án þess að vinna. Klárlega einn leiðinlegasti Liverpool leikur í seinni tíð. Því var fylgt eftir með örlítið betri spilamennsku gegn vængbrotnu liði Fulham sem á endanum skilaði sömu niðurstöðu. Fjórða skipti í vetur sem Liverpool fær á sig mark í uppbótartíma og tapar stigum fyrir vikið. Hufarfars skrísmli eru okkar menn alls ekki þessa dagana.
Það voru heldur betur vendingar hjá United og Chelsea sem bæði ráku stjórann í þessari viku en þetta eru helstu keppinautar Liverpool í vetur eins slæmt og það nú er. Áhugavert að skoða hvaða stjórar koma helst til greina hjá þessum liðum.
Leikmannamarkaðurinn er opinn en helstu fréttir þessa dagana eru að flestir þeir leikmenn sem við vorum að vonast til að Liverpool myndu klára í janúar eru á leiðinni til Man City. Ekkert staðfest ennþá samt.
Næstu verkefni eru svo Arsenal á útivelli á fimmtudaginn og svo bikarleikur gegn Barnsley strax eftir helgi. Það eru ekki alltaf jólin og þau eru svo sannarlega búin núna.
Stjórnandi: Einar Matthías Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Gull Áfengislaus / Verdi Travel / Delottie / Ögurverk ehf /