Mannlegi þátturinn

Hækkun fasteignamats, Menningargarðurinn og vinningshafi Verðlaunasjóðs lækna


Listen Later

Fasteignamat hækkar enn og samkvæmt nýju mati fyrir árið 2026 hefur það hækkað um 9,2% á milli ára. Þetta getur auðvitað haft áhrif á fasteignagjöld en þarf ekkert endilega
að gera það. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri Fasteigna hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ræddi þetta og fór einnig yfir hvernig staðið var að
matinu og hvað hafði raunverulega áhrif á hækkun þess.
Á mánudaginn snýr Menningargarðurinn aftur í Húsdýragarðinum, en þetta er annað sinn sem hann verður haldinn þar sem fjölbreytileika samfélagsins er fagnað með kynningu á menningu ólíkra þjóða, matreiðslu, handverksmiðju, dans, söng og sýningum. Þessi viðburður er haldinn á vegum menningarsendiherranna sem hittast í Suðurmiðstöð
Reykjavíkurborgar einu sinni í mánuði. Sóley Thuy Doung, Lina Haidar Hatem og Jóhannes Guðlaugsson verkefnistjóri lýðheilsu og forvarna í Suðurmiðstöð komu í þáttinn og sögðu frá deginum.
Við kynntumst svo nýjasta verðlaunahafa Verðlaunasjóðs í læknisfræði og skyldum greinum, Martin Inga Sigurðssyni, prófessor í svæfingum og gjörgæslulækningum og yfirlæknir við svæfinga-og gjörgæsludeild Landspítalans. Verðlaunin nema sjö milljónum króna en um er að ræða ein stærstu verðlaun sem veitt eru íslenskum vísindamönnum. Martin hlýtur verðlaunin fyrir rannsóknarferil sinn, meðal annars við að meta einstaklingsbundna áhættu við svæfingar til að koma í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir. Martin sagði frá sínum störfum og með honum kom Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands sem sagði frá verðlaunasjóðnum og hver rökstuðningurinn var við valið í ár.
Tónlist í þættinum í dag:
Lapis Lazuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)
Lóan er komin / Tendra (James A. Bland, texti Páll Ólafsson)
Stjörnur stara / Rebekka Blöndal (Ásgeir Jón Ásgeirsson, texti Rebekka Blöndal)
Brúnaljósin brúnu / Páll Óskar Hjálmtýsson (Jenni Jóns)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners