Mannlegi þátturinn

Handritin aðgengileg, COVID óperuaría og Heilsuvaktin um bóluefni


Listen Later

Síðasta vetrardag árið 1971 komu fyrstu tvö handritin aftur heim til Íslands frá Danmörku, eftir að Handritamálið svokallaða leystist. Þetta voru þjóðargersemarnar Flateyjarbók og Konungsbók eddukvæða sem hafa síðan verið varðveittar á Stofnun Árna Magnússonar. Þessum handritum, og átta öðrum merkisbókum, má nú fletta í stafrænni handritahirslu stofnunarinnar sem opnuð verður á sumardaginn fyrsta. Við fengum Svanhildi Óskarsdóttur rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar til að segja okkur frekar frá þessari sumargjöf stofnunarinnar til íslensku þjóðarinnar.
Hrafnhildur Björnsdóttir óperusöngkona hefur búið í Englandi í rúm 15 ár. Hún býr þarna ásamt fjölskyldu sinni og saman reka þau hjónin lítið fyrirtæki Impromtu Opera, nokkurs konar umboðsskriftstofa fyrir söngvara og hljóðfæraleikara auk þess sem þau koma fram sjálf en eiginmaðurinn er píanóleikarinn Martyn Parkes. En hvernig gengur lífið núna fyrir sig í miðjum kórónuveirufaraldrinum? Við slógum á þráðinn til Hrafnhildar í þættinum.
Vísindamenn um heim allan hafa brett upp ermarnar og vinna baki brotnu við að þróa bóluefni við COVID-19 sjúkdóminum. Fjöldi lyfja- og líftæknifyrirtækja hafa líka tekið upp samstarf til að hægt sé að þróa bóluefnin á sem stystum tíma. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners