Á morgun er sumardagurinn fyrsti og því ber að fagna eins og ævinlega. Það er meira að segja spáð hlýindum - sem einhvern tímann hefði hún ekki endilega þótt vita á gott. En sumardagurinn fyrsti er líka yngismeyjadagur og fyrsti dagur hörpu samkvæmt gamla tímatalinu. Þessu ber auðvitað að fagna, enda aldrei nóg af tilefnum til að gera sér glaðan dag. En hvað er viðeigandi að gera á þessum tímamótum - við sláum á þráðinn til Jón Jónssonar þjóðfræðings og verkefnisstjóra Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum.
Og meira tengt sumarkomunni - Ólafur Ævarsson sérfræðingur í geðlækningum hefur lengi haft áhuga á áhrifum steitu á okkur, mannfólkið og hér eftir nokkrar mínútur ætlum við biðja hann um nokkur góð ráð svo við getum hoppað streitulaus.
Stór hluti þeirra sem nýta þjónustu atvinnulífstengla eftir starfsendurhæfingu hjá VIRK er ungt fólk með háskólamenntun. Atvinnulífstenglarnir aðstoða fólk, sem dottið hefur út af vinnumarkaði vegna veikinda og hafa ekki náð fullri starfsgetu, við að komast í starf að nýju Þeir fundu hundrað fimmtíu og sex manns störf á síðasta ári. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Jónínu Waagfjörð, sviðstjóra þróunar atvinnutengingar hjá VIRK á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG MARGRÉT BLÖNDAL