Sign up to save your podcastsEmail addressPasswordRegisterOrContinue with GoogleAlready have an account? Log in here.
Heimsendir eru þættir sem fjalla um Japan, japanska sögu og menningu. Þáttastjórnandinn Stefán Þór býr ásamt fjölskyldu sinni í Japan og segir okkur frá lífinu þar - hvernig það er að vera leikari í J... more
FAQs about Heimsendir:How many episodes does Heimsendir have?The podcast currently has 148 episodes available.
January 16, 2024#108 Norður KóreaHlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendirHvaða þjóðarleiðtogi er háður svissneskum osti? Hvaða land refsar þremur kynslóðum fyrir einn glæp? Hvaða hljómsveit heldur tónleika með orrustuþotu á sviðinu? Í þessum þætti fjöllum við um Norður Kóreu - fortíð landsins og framtíð. ...more7minPlay
January 09, 2024#107 United States of Europe? (OPINN ÞÁTTUR)Mun Evrópa einhvern tímann sameinast í ríkjabandalagið USE? Sameinuð Evrópa eða Nýja Evrópa, með 450 milljónir íbúa, annað stærsta hagkerfi heims, herafla upp á 1,3 milljónir hermanna. Gæti þetta gerst? Í þessum þætti skoðum við Evrópu og ástæður þess að möguleg sameining gæti átt sér stað. Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon ef þú, kæri hlustandi, vilt styðja fjárhagslega við litla fjölskyldu í Japan....more58minPlay
December 27, 2023#106 Af hverju eru bestu myndavélarnar frá Japan? (OPINN ÞÁTTUR)Canon, Nikon, Fujifilm, Olympus, Sony, Panasonic, Ricoh, svona mætti lengi telja. Japan er geitin í myndavélaframleiðslu og verður líklega um ókomin ár. En af hverju? Í þessum þætti munum við skoða sögu japanskra myndavélaframleiðanda og leið þeirra á toppinn. Þátturinn er opinn í boði Bíó Paradís en ég minni heldra fólk á Patreon þar sem það getur stutt beint við barnafjölskyldu í Japan. Góðar stundir!...more46minPlay
December 19, 2023#105 Lífið í Sapporo - Hnattræn hlýnun í JapanHlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendirSíðasti þáttur fyrir jól fjallar um nýbakaða foreldra, lækkandi hitastig og snjó, brjóstamjólk, drykkjuhátíð þar sem innganga krefst ölvunar og auðvitað loftslagsmál í Japan. ...more8minPlay
December 12, 2023#104 Yukio Mishima II (OPINN ÞÁTTUR)Annar þáttur um japanska rithöfundinn og byltingarsinnann Yukio Mishima. Í þessum þætti fjöllum við um seinni hluta lífs hans, þar sem hann varð pólitískari og jafnvel herskárri. Við fjöllum um stærsta ritverk hans, Sjó frjóseminnar, og endalok lífsins á annarri hæð í herstöð í Tokyo.Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon fyrir heldra fólk. Þar er allt efni Heimsendis á verði kaffibolla!...more43minPlay
December 05, 2023#103 Lífið í Sapporo - 2 vikna sonur og 2 eldri konurHlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendirAllt sem þú þarft að vita um líf mitt í Norður Japan. Í þættinum fjalla ég um son minn so far, japönsk nöfn á jólatertum, núðluauglýsingar, muninn á Íslandi og Írlandi, einmanaleika og samfélagið í Sapporo....more10minPlay
November 28, 2023#102 Yukio Mishima I (OPINN ÞÁTTUR)Þátturinn er í boði Bíó Paradís en ég minni á Patreon fyrir fullan aðgang að öllu efni Heimsendis.Fyrsti þáttur um rithöfundinn og byltingarsinnann Yukio Mishima. Í þessum þætti fjöllum við um uppvöxt Mishima og innreið í japanskt menningarlíf. Við tökum fyrir fyrstu skáldsögurnar, fyrirsætustörf og leiklist ásamt hugmyndafræðinni sem mótaði einn þekktasta rithöfund Japans....more34minPlay
November 21, 2023#101 Næsta stórveldi AsíuHlustaðu í fullri lengd á https://patreon.com/heimsendirÞessi er RISASTÓR. Keppendur eru Japan, Kína, Indónesía og Indland. Keppnisgreinar eru efnahagur, hernaður og sjálfbærni. Í þessum þætti leitum við svars við spurningunni: Hvert er næsta stórveldi Asíu. Heimurinn er að breytast og næsta stórveldi Asíu mun hafa áhrif um allan heim - bein áhrif í gegnum stjórnmál, viðskipti og hernað, óbein áhrif í gegnum menningu og samskipti. Leikarnir hefjast!...more8minPlay
November 14, 2023#100 Sonur (OPINN ÞÁTTUR)Þátturinn er í opinni dagskrá í boði Bíó Paradís. Ég minni þó á Patreon fyrir fólk sem vill styðja við framleiðsluna.Ég er faðir - Faðir Stefán. Á feðradaginn 2023 fæddist mér sonur. Í þessum þætti fjalla ég um meðgönguna og fæðinguna þó ég eigi sjálfur aðeins um 5% heiðursins, Sherine er hetjan. En ég var á hliðarlínunni og fjalla hér um þá upplifun. Halló heimur!...more42minPlay
October 31, 2023#99 Hrekkjavakan sem kostaði 159 ungmenni lífið (ÓKEYPIS)Árið 2022 átti sér stað stórslys í Itaewon hverfinu í höfuðborg Suður Kóreu. Hvernig getur svonalagað gerst í einu þróaðasta landi heims og hvar liggur ábyrgðin? Nú þegar ár er liðið frá hörmungunum er tækifæri til að líta til baka og skoða troðninginn á hrekkjavökunni í Itaewon. Þátturinn er í boði Bíó Paradís en þér er einnig velkomið að koma í hlýtt faðmlag Heimsendafjölskyldunnar á Patreon. ...more29minPlay
FAQs about Heimsendir:How many episodes does Heimsendir have?The podcast currently has 148 episodes available.