Nú er fjórða bylgja kórónufársins skollin á landsmenn. Bruggbræðurnir Stefán og Höskuldur láta sér fátt fyrir brjósti brenna en þessi þáttur er sá fyrsti sem sendur er á myndbandsformi á netið! Sjá á YouTube hér: www.youtube.com/watch?v=6-S9GQU7Mxs
Þátturinn var tekinn upp í gegnum fjarfundarbúnað og hæg heimatökin að skella öllu saman í hljóð og mynd. Hér er farið yfir stöðuna, nýlegar vendingar í sóttvörnum ræddar ásamt allskonar smakki.
Bessi Vienna lager frá Múla Craft
Hvítur wit frá Múla Craft
Kommissar Saison frá Brothers Brewery
OMG súkkulaði Stout frá Ölvisholti
Baltazar Baltic Porter frá Gæðingi