Heilbrigðismál eru Íslendingum hugleikin, og er það málefni sem toppar yfirleitt listann yfir hvað okkur þykir mikilvægast. Þó svo að við teljum að alltaf megi gera betur erum við þrátt fyrir allt nokkuð ánægð með íslenska heilbrigðisþjónustu, enda erum við líkamlega hraust og langlíf þjóð. En er þessari góðu heilsu dreift jafnt á alla hópa? Og ef ekki, hvaða hópar eru það sem dragast aftur úr?
Í lok maí var haldið málþing á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, sem velti einmitt upp spurningum um heilsuójöfnuð á norðurlöndunum. Tveir af aðal fyrirlesurunum voru Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við háskóla íslands, og Jason Beckfield, prófessor í félagsfræði við Harvard. Þau Sigrún og Jason eru gestir Kjartans í síðasta þætti fyrir sumarfrí.
Health care issues are important to Icelanders, and often top the list of what we value most. Even though it is always possible to improve, we are nevertheless rather happy with the Icelandic health care system, and our nation is both physically healthy and enjoys high life expectancy. But does this mean that everyone enjoys such a good health? And if not, what groups are lagging behind?
The Nordic Council of Ministers, the Ministry of Social Affairs and the Ministry of Health held a conference focused on health inequalities in the Nordic countries. Two of the keynote speakers were Sigrún Ólafsdóttir, Professor of Sociology at the University of Iceland and Jason Beckfield, Professor of Sociology at Harvard University. Sigrun and Jason are Kjartan´s guests in this last episode before our summer break.