Holtavörðuheiðarlína 1, lína sem liggja mun frá Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, var umfjöllunarefni Landsnetshlaðvarpsins nú í byrjun október. Daginn sem hlaðvarpið var tekið upp var hálft landið einmitt án rafmagns – en nýja línan hefði að öllum líkindum komið í veg fyrir það.
Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, og Kristinn Magnússon, verkefnastjóri línunnar, ræddu línuna, hlutverk hennar og hvar hún er stödd í ferlinu í hlaðvarpsþætti dagsins.