Mannlegi þátturinn

Hláturjóga, tyggjó, ungir fjárfestar, póstkort frá Spáni og Júróvisjón


Listen Later

Þau sem til þekkja segja að hláturjóga sé miklu magnaðra hjálpartæki í baráttunni við kvíða og depurð en kannski mætti ætla. Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari og hláturambassador var gestur þáttarins í dag. Hún útskýrði þetta fyrirbæri sem hláturjóga er og sagði frá alþjóðlega hláturjógadeginum sem er á sunnudaginn.
Við fengum tvær ungar listakonur í heimsókn, útskriftarnema úr Listaháskólanum, þær Írisi Indriðadóttur nemanda í vöruhönnun, en hún skoðar tyggigúmmíið frá öllum hliðum í verkefninu „Í tygjum við tyggjó“. Tyggjó inniheldur rúmlega 30.000 mismunandi efni og uppistaða þess eru plastefni. Og svo er það Jóhanna Rakel en hennar lokaverkefni kallast „ Ungir fjárfestar“ og er gjörningur sem á að varpa ljósi á söluvæðingu samtímans. Hún mun setja upp sölubás á sýningunni og bjóða fólki að kaupa hlut til að styrkja starfsemi Ungra fjárfesta. Þær Íris og Jóhanna komu í þáttinn og fræddu okkur um tyggigúmmí og söluvæðingu, en útskriftarsýning myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands opnar á laugardaginn á Kjarvalsstöðum.
Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni á Spáni í dag og í þetta sinn fjallaði um það bil 95% póstkortsins um pólitík, enda nýafstaðnar þingkosningar þar í landi. Magnús kafaði í söguna og sagði frá Francotímanum sem hefur enn í dag djúp áhrif á spænska þjóðarsál og lék hlutverk í kosningabaráttunni. Hin fimm prósentin fjölluðu svo um sumar, sól og ódýrt fæði.
Júróvisjón nálgast óðfluga og á morgun leggur íslenski hópurinn af stað til Ísrael - við tókum stöðuna í lok þáttar. Er allt klárt? Er búið að pakka? Er okkur enn spáð 6. sæti af veðbönkum? Felix Bergsson er fararstjóri hópsins og það kemur í hans hlut að sjá til þess að allt fari vel. Felix kom í þáttinn í dag.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners