
Sign up to save your podcasts
Or


Íslenski bankamarkaðurinn er eins og sveitarball þar sem slegist er um sætustu stelpuna. Kvika banki er óumdeilanlega í því hlutverki en fyrst bauð Arion upp á sameiningarviðræður en Íslandsbanki var fljótur að stíga inn á gólfið með hærra tilboði. Atburðarásin gerist hraðar en séð var fyrir enda ekki ljóst hver fer með eigendavaldið hjá Íslandsbanka nú þegar ríkið er búið að afhenda bréf sín til 31 þúsund kaupenda. Það er eftir miklu að slægjast, sameining getur gefið forskot og boðið upp á mikla hagræðingu. Hluthafar Kviku hlæja allan daginn í bankanum!
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, rekur stærsta smásölufyrirtæki landsins en aðalfundur félagsins var á þriðjudaginn. Finnur mætti í Hluthafaspjallið og fór yfir tækifæri og áskoranir í þessum mikla rekstri en nánast allir landsmenn eiga viðskipti við félagið. Innan Haga eru mörg af verðmætustu verslunarmerkjum landsins og þar á meðal Bónus sem veltir á bilinu 85-90 milljörðum króna á ári. Hvernig er haldið utan um dýrmætastu vörumerki landsins? Hagnaður á hlut hefur verið að aukast en um leið skoða stjórnendur Haga tækifæri til vaxtar, bæði innanlands og erlendis.
By Brotkast ehf.4
11 ratings
Íslenski bankamarkaðurinn er eins og sveitarball þar sem slegist er um sætustu stelpuna. Kvika banki er óumdeilanlega í því hlutverki en fyrst bauð Arion upp á sameiningarviðræður en Íslandsbanki var fljótur að stíga inn á gólfið með hærra tilboði. Atburðarásin gerist hraðar en séð var fyrir enda ekki ljóst hver fer með eigendavaldið hjá Íslandsbanka nú þegar ríkið er búið að afhenda bréf sín til 31 þúsund kaupenda. Það er eftir miklu að slægjast, sameining getur gefið forskot og boðið upp á mikla hagræðingu. Hluthafar Kviku hlæja allan daginn í bankanum!
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, rekur stærsta smásölufyrirtæki landsins en aðalfundur félagsins var á þriðjudaginn. Finnur mætti í Hluthafaspjallið og fór yfir tækifæri og áskoranir í þessum mikla rekstri en nánast allir landsmenn eiga viðskipti við félagið. Innan Haga eru mörg af verðmætustu verslunarmerkjum landsins og þar á meðal Bónus sem veltir á bilinu 85-90 milljörðum króna á ári. Hvernig er haldið utan um dýrmætastu vörumerki landsins? Hagnaður á hlut hefur verið að aukast en um leið skoða stjórnendur Haga tækifæri til vaxtar, bæði innanlands og erlendis.

477 Listeners

151 Listeners

127 Listeners

90 Listeners

27 Listeners

16 Listeners

29 Listeners

69 Listeners

30 Listeners

25 Listeners

19 Listeners

15 Listeners

30 Listeners

10 Listeners

4 Listeners