Bara bækur

Hrím, Mandla og Ilya Kaminsky


Listen Later

Ilya Kaminsky er eitt allra athyglisverðasta ljóðskáld samtímans. Hann er fæddur árið 1977 í Odessa sem var þá hluti af Sovétríkjunum en tilheyrir nú Úkraínu. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna fluttist Kaminsky ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna, þar sem þau fengu pólitískt hæli. Hann kynntist ljóðlistinni ungur og fór að skrifa ljóð á rússnesku en fyrstu ljóðabókina, Musica Humana frá 2001 skrifaði Kaminsky á ensku. Verðlaunabókin Dansað í Ódessa kom svo út örfáum árum síðar. Sú bók var síðasta verkið sem Sigurður Pálsson vann að en náði ekki að ljúka við að þýða áður en hann lést og Sölvi Björn Sigurðsson lauk við. Ilya Kaminsky var meðal stofnenda samtakanna Skáld í þágu friðar, sem hefur beitt sér fyrir ljóðalestri og útgáfu víða um heim til stuðnings hjálparsamtökum á borð við Lækna án landamæra. Hann hefur fengist við ljóðaþýðingar í samstarfi við aðra, ritsýrt ljóðasöfnum og tímaritum og verið ötull talsmaður ljóðlistarinnar. Nýjasta ljóðabók hans, Heyrnarlaust lýðveldi, kom nýverið út í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Ljóðin í henni eru afar nýstárleg og áhrifamikil þótt viðfangsefnið sé sígilt, stríðsátök og tilvist mannsins. Bókin fjallar á einstakan hátt um ást og umhyggju andspænis hatrömmum átökum og hörmulegar afleiðingar þeirra. Rætt verður við Ilya Kaminsky í þætti dagsins.
Það hefur orðið rof, einhverntíma fyrir löngu, gerðist það að rofnaði milli manns og náttúru. Maðurinn hefur sigrast á áskorunum náttúrunnar, yfirbugað hana og flokkað í kerfi. Við erum sjálf dýr, þau eru ekki bara hús- eða gæludýr. Þetta á það til að gleymast. Tvær bækur eftir sama höfund sem komu út með stuttu milli bili, sitt hvorumegin við áramót, kljást við manninn í náttúrunni og andspænis henni; skáldsagan Hrím og nóvellan Mandla eftir Hildi Knútsdóttur. Við förum í heimsókn til Hildar í dag og ræðum við hana um furðusögur og hrollvekjur, að lifa af í harðneskjulegri náttúru, hjátrú, dauða og goðsögur.
Viðmælendur: Hildur Knútsdóttir og Ilya Kaminsky.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,586 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,631 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners