Bara bækur

Ia Genberg, Queer Situations og Eiríkur Laxdal


Listen Later

Sænski rithöfundurinn Ia Genberg var gestur á hinsegin bókmenntahátíðinni Queer situations. Nýjasta skáldsaga hennar, Smáatriðin (Detaljerne), kom henni rækilega á kortið árið 2022. Smáatriðin er metsölubók sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála, meðal annars ensku í fyrsta sinn og hefur hún vakið gríðarlega athygli, komst á stuttlista alþjóðlegu Booker verðlaunana í ár og hlaut einnig hin virtu Augustpriset verðlaun. Smáatriðin kom út í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur hjá Benedikt bókaútgáfu árið 2023. Ia Genberg er gestur þáttarins.
Við segjum líka aðeins frá hulduhöfundi í íslenskri bókmenntasögu, Eiríki Laxdal Eiríkssyni, sem uppi var á 18. öld og byrjun þeirrar nítjándu. Undanfarna áratugi hefur betra ljósi verið brugðið á verk Eiríks sem lengst af voru bara til í handritum. Haldin var ráðstefna á dögunum í Eddu húsi íslenskunnar - „Óland kortlagt: Skáldskapur Eiríks Laxdals í íslensku og alþjóðlegu samhengi“ sem Árnastofnun og Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu fyrir. Þar var markmiðið var að vekja athygli á vanmetnu framlagi Eiríks Laxdal til bókmenntanna og bregða skýru ljósi á samhengi hans í bókmenntasögunni. Við ræðum við Lenu Rohrbach, prófessor við Háskólann í Basel í Svissog doktorsnemann Maditu Knöpfle en rannsóknir þeirra beggja hafa beinst að Eiríki og þróun skáldsögunnar á 18. öld.
Viðmælendur: Ia Genberg, Lena Rohrbach og Madita Knöpfle
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,586 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,631 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners