Mannlegi þátturinn

Íbúakönnun landshlutanna, Lausnahringurinn og Listasafn Árnesinga


Listen Later

Nýlega voru kynntar niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem er gerð meðal íbúa landsins á búsetuskilyrðum, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Að könnuninni stóðu öll landshlutasamtök (nema SSH) ásamt Byggðastofnun og var hún gerð á íslensku, ensku og pólsku í september og október síðastliðnum. Hvar á landinu er fólk hamingjusamast og hvar óhamingjusamast? Hverjir eru ánægðastir og hverjir eru óánægðastir með sveitarfélagið sitt? Niðurstöðurnar eru áhugaverðar. Við fengum Vífil Karlsson hagfræðingur hjá SSV, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, en hann er höfundur skýrslunnar ásamt Helgu Maríu Pétursdóttur hjá SSNE, til okkar að segja okkur frá helstu niðurstöðum.
Arnrún Magnúsdóttir leikskólakennari hefur um tuttugu ára skeið unnið að kennsluefni fyrir starfsfólk leikskóla, yngsta stigs grunnskóla og frístundaheimila. Hún segir mikilvægt að til sé námsefni sem hægt sé að beita til að ræða mörk og virðingu í samskiptum, kynferðisofbeldi og aðrar birtingarmyndir ofbeldis við börn. Arnrún tók á móti viðurkenningu Heimilis og skóla fyrr í vetur vegna Lausnahringsins sem er námsefni fyrir börn, kennara og foreldra til að styðja við góð samskipti. Arnrún kom í þáttinn í dag.
Um síðustu helgi voru opnaðar tvær myndlistasýningar í Listasafni Árnesinga. Margrét Blöndal var á ferðinni í Hveragerði rétt fyrir opnun og heimsótti þá þau Kristínu Scheving sem tók við sem safnstjóri fyrir nákvæmlega ári og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist. Þau voru önnum kafin við að gera allt klárt en gáfu sér samt tíma til að spjalla, um sýninguna og líka um nýjan veruleika sem allir þurfa að takast á við, bæði þegar kemur að menningarviðburðum og ferðalögum á milli landa.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners