Mannlegi þátturinn

Inga Björk og lýran, saga háriðnar og samningur við myndhöfunda


Listen Later

Fyrir 10 dögum kom út fyrsta íslenska breiðskífan fyrir lýru og söng, Rómur. Inga Björk Ingadóttir heitir unga konan sem leikur og syngur og þetta hljóðfæri lýran, hefur algjöra sérstöðu í íslenskri tónlistarflóru. Við ræddum við Ingu í þættinum og fengum að heyra í þessu fallega hljóðfæri sem lýran er.
Það eru ekki mörg meistarastykki sem hreinlega vaxa úr sér, en í hárgreiðslu tekur meistarastykkið kannski tvær klukkustundir og svo vex hárið, og verkið er þar með horfið nema kannski á ljósmynd. Krullað og klippt, Aldarsaga háriðna er komin út hjá Bókmenntafélaginu, og er 17. bindið í ritröð um iðnsögu Íslands. Lísa Páls brá sér í Reykjavíkur akademíuna og hitti höfunda bókarinnar þær Báru Baldursdóttur og Dr. Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda, unnið að gerð samnings um myndbirtingu höfundaréttarvarinna verka. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri safnmunaskrá af safnkosti í höfundarétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám. Við fengum þau Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands og Ragnar Th. Sigurðsson, ljósmyndara og formann Myndstefs til að segja okkur frá þessu í þættinum.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners