Í þessum þætti fjalla Bjarni Snæbjörnsson og Jóhanna Jónasar áfram um þakklæti og þakklætisiðkun. Hér fjalla þau um ásetning (e. intention) og hversu mikilvægt það er að setja ákveðið markmið eða línu til að fara eftir í okkar daglega lífi. Hvernig ásetningur getur til skemmri og lengri tíma breytt lífinu okkar til góðs. Sem dæmi nefnir Jóhanna hvaða áhrif það getur haft að setja ásetningin: ,,Megi þetta verða dásamlegur dagur, megi allt það besta gerast í dag, megi mér líða vel í dag, megi mér ganga vel í dag". Jóhanna svarar meðal annars því hver sé munurinn á staðhæfingum og ásetningi, munurinn á ásetningi og því sem við köllum möntrur.