Mannlegi þátturinn

Íslenska þorpið, Kynjaþing 2019 og Björn lesandi vikunnar


Listen Later

Hvað veldur því að kvikmyndagerðarmenn, meira að segja þeir sem búa hinum megin á hnettinum, líta til Vestfjarðakjálkans í leit að erki-þorpinu, þorpinu sem heldur fólki föngnu í klóm örvæntingar? Er skýringarinnar ef til vill að leita í þeirri mynd sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa dregið upp af íslenskum þorpum í gegnum tíðina? Hvernig hafa sveit, þorp, bæir og borg(ir) birst á hvíta tjaldinu og hvaða breytingum hefur birtingarmynd slíkra byggða hefur tekið í gegnum tíðina. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur á Akureyri staldrar við þorpið sem sögusvið í verkefni sem hún nefnir: Sami gamli þorparinn. Brynhildur kom í þáttinn.
Kynjaþing 2019 fór fram á laugardaginn í Norræna húsinu. Á þinginu komu saman félög og fólk sem starfa að jafnrétti, kvenréttindum, hinsegin réttindum, mannréttindum og stjórnmálum. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands og Sigrún Bragadóttir hannyrðapönkari komu í þáttinn og sögðu frá því sem þar fór fram.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Björn Halldórsson rithöfundur og bóksali. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá honum, hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners