Þegar Roberto Luigi Pagani flutti til Íslands og hóf störf á leikskóla, talaði hann forníslensku eins og í gömlu handritunum.
Á innan við áratug lærði hann málið uppá tíu og skrifaði um það doktorsritgerð. Hann er sérlegur áhugamaður um þróun íslenskunnar og hefur kortlagt breytingar tungumálsins mörg hundruð ár aftur í tímann.
Roberto má kalla sérstakan kynningarfulltrúa Íslands á Ítalíu. Hann kemur reglulega fram í ítölskum fjölmiðlum og segir frá einstakri menningu Íslendinga.
Þóra Tómasdóttir ræddi við hann.