Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Jón Gnarr. Útvarpsleikhúsið frumflytur nýtt verk eftir Jón, Ferðalög, á skírdag. Leikritið er í fjórum hlutum og verða þeir fluttir yfir páskahelgina. Við fengum Jón til að segja okkur frá þessu leikriti í þættinum í dag, auk þess sem við fórum með honum aftur í tímann og fengum að fylgja honum í gegnum æskuárin til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét var auðvitað hjá okkur með sitt vikulega matarspjall. Í dag fór hún með okkur yfir mistök í eldhúsinu. Rifjaði upp atvik þegar hlutirnir gengu ekki eins og þeir áttu að ganga og niðurstaðan var eftir því. Einhvern vegin þróuðust þessar umræður svo út í pylsupartý. Ef hlustendur hafa frá skemmtilegum sögum að segja af mistökum í eldhúsinu þá bendum við ykkur á að senda okkur þær á
[email protected].