Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikarinn og kvikmyndagerðamaðurinn Jörundur Ragnarsson. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og leikhúsi. Hann nam kvikmyndagerð í New York og leikur í gamanleiknum Sex í sveit, sem verður frumsýndur annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Við ræddum við hann um æskuna, uppvöxtinn og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af því blása samtökin til alþjóðlegs afmælisátaks undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu 20 ár. Við fræddumst um átakið í þættinum í dag hjá þeim Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Guðrúnu Helgu Jóhannsdóttur verkefnastjóri erlendra verkefn)
Sigurlaug Margrét kom með sitt vikulega matarspjall í þáttinn í dag. Hún sagði frá ferð sinni til Rómar og spaghetti carbonara.
UMSJÓN SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON