Karlar sáu gjarnan um prjónaskap hér á öldum áður, nú virðist það vera vaxandi að nýju að karlar prjóni. Pétur Oddbergur Heimisson kom í þáttinn og sagði frá prjónakvöldi fyrir karlmenn sem hann stendur fyrir í kvöld.
Tut Töt Tuð er listahátíð sem haldin er í Groningen, Hollandi í fyrsta skipti þann 12.-13. Hátíðin er nýr vettvangur fyrir unga listamenn í Evrópu. Ýmsir íslenskir listamenn eru þátttakendur á hátíðinni, Lija María Ásmundsdóttir var í símanum frá Groeningen.
Lesandi vikunnar í þetta sinn varLilly Erla Adamsdóttir, en hún tekur þátt í viðburðinum Meðgönguljóð sem fram fer í Gerðubergi í kvöld. Við spyrjum hana út í hvað hún er að lesa og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.