Mannlegi þátturinn

Kraftur 20 ára, Guðrún Bergmann og Galdrasetrið á Hólmavík


Listen Later

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur stóð fyrir aðventuviðburði á sunnudag þar sem fólk var hvatt til að koma og hjálpa til við að perla armbönd sem seld eru til styrktar stuðningsfélaginu. Kraftur á 20 ára afmæli í ár. Við fengum þau Arnar Svein Geirsson, stjórnarmeðlim og Huldu Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Krafts til okkar í þáttinn.
Guðrún Bergmann, rithöfundur og heilsu- og lífsstílsráðgjaf hefur lokið við að skrifa sína við nítjándu bók sína, þar sem hún fjallar um náttúrulegar leiðir til að bæta heilsuna og auka lífsgæðin. Hún segir mikilvægt að huga að því hvernig við viljum eldast og hvaða lífsgæða við viljum njóta eftir að miðri leið eða fimmtugsaldrinum er náð. Hún skrifar þessa bók með konur í huga, en upp úr fertugu breytist svo margt hjá konum. Þá byrjar að hægjast á ýmissi líkamsstarfsemi, framleiðsla á meltingarhvötum minnkar og við förum að finna fyrir fyrstu einkennum tíðahvarfa, þótt hin eiginlegu tíðahvörf eigi sér ekki stað hjá flestum fyrr en eftir fimmtugt.
Á dögunum var opnuð nýstárleg sýning í húsi galdrasetursins á Hólmavík, þar var meðal annars sýndur nýr galdrastafur sem hjálpað getur eiganda sínum til betri árangurs í fótbolta, annar sem eykur frægð og frama svo fátt eitt sé nefnt. Þessi sýning var afraksturs verkefnis um þjóðtrú sem unnið var í samvinnu Galdrasetursins, grunnskólanna og þjóðfræðistofu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór á opnun sýningarinnar og tók fólk tali.
Hún talaði við Önnu Björgu Þórarinsdóttur, framkvæmdastjóra Strandagaldurs, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur kennara, Guðnýju Pétursdóttur, Evu Katrínu Jónsdóttur og Amiru Lindu Mansri.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners