Mannlegi þátturinn

Kulnunarverkefni, fljúgandi furðuhlutir og Einar Þór lesandinn


Listen Later

Við töluðum við framkvæmdastjóra VIRK í síðustu viku og komum meðal annars inná nýja skilgreiningu WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, á kulnun en samkvæmt henni er kulnun heilkenni sem er afleiðing langvarandi streitu á vinnustað sem ekki hefur tekist á árangursríkan hátt að ná stjórn á. Við fengum til okkar tvo sálfræðinga og verkefnisstjóra hjá VIRK til að segja okkur frá þróunarverkefni tengt kulnun sem hófst árið 2020 og rýndum í fyrstu tölur, en kveikjan að verkefninu var einmitt þessi nýja skilgreinging WHO. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir sálfræðingar og verkefnisstjórar hjá VIRK komu í þáttinn og fóru með okkur yfir þetta verkefni og hvernig það nýtist í greiningu og meðferð.
Undanfarið hefur verið nokkur umfjöllun, sérstaklega í erlendum miðlum, um endurnýjaðan áhuga á fljúgandi furðuhlutum, t.d. hjá bandaríska hernum. Í tilefni þess var grafið ofan í safn Ríkisútvarpsins og fannst þar viðtal sem tekið var 1995 við Pétur H. Ólafsson og Örn Þorláksson um atburð sem gerðist árið 1971. Viðtalið var tekið fyrir þáttinn Fréttaauki á laugardegi af Þorvaldi Friðrikssyni og það var Þór Fjalar Hallgrímsson, starfsnemi hér á RÚV, og nemi í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem fann það.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV á Íslandi. Einar gerði upp fyrstu sextíu ár ævi sinnar í bókinni Berskjaldaður sem kom út 2020, en hún var rituð af Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. Í bókinni er sögð saga glímunnar við HIV á níunda og tíunda áratugnum, þyrnum stráð saga þeirra sem smituðust af HIV veirunni áður en lyf við henni komu á markað þróuðust í þau sem nú fást. Einar Þór sagði okkur frá bókinni og svo auðvitað frá þeim bókum sem hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

136 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners