MANNLEGI ÞÁTTURINN MÁNUDAGUR 27.SEPT 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG DAGUR GUNNARSSON
„Fluttir, færðir og niðursettir, ómagar við upphaf 18. aldar“. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur segir okkur frá rannsóknum sínum en hún hefur skoðað hvernig þessi hópur var samsettur og hvernig framfærslu þeirra var háttað. Niðursetningurinn var neðstur í virðingarröð íslenskra heimila á öldum áður, einstæðingar sem takmarkað gátu séð um sig sjálfir og voru upp á sveitunga sína komnir. Meðferðin á þeim var æði misjöfn, eins og Sigríður hefur komist að. Hún rannskar stöðu ómaga fyrr á tíð, einkum þeirra sem manntalið 1703 greinir frá, en þá var óvenju hátt hlutfall ómaga á landinu, í kjölfar mikilla harðinda áratuginn á undan.
Eiríkur stephensen er lesandi vikunnar, hann starfar á skrifstofu rektors Háskóla Íslands og gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Boðun Guðmundar. Stórskemmtileg bók sem hefur fengið góða dóma og meðmæli bóksala.Dagur hitti Eirík og ræddi við hann um bækur.