Bara bækur

Lesóð Z-kynslóð II og Lydia Davis


Listen Later

Bókin er dauð eða á grafarbakkanum. Þetta hefur heyrst á torgum í nokkurn tíma. Það er einhver þörf fyrir að lýsa yfir dauða hlutanna, kannski einmitt með því haldast þeir á lífi. Fyrir fáeinum vikum var fjallað hér um að bókin væri sprelllifandi, að með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifavalda hefði áhugi ungs fólks sérstaklega á lestri og bókmenntum snaraukist og bóksala væri í hæstu hæðum. Er það tilfellið og á það sama við hér heima? Eru samfélagsmiðlar bandamenn bókmenntaumræðu eða bara armur markaðsafla? Hversu djúpt ristir þessi áhugi? Það er komið að öðrum kafla í rannsókn á bókaóðri Z-kynslóð - við rýnum í kilina, þessa sem eru að trenda á samfélagsmiðlum, og veltum fyrir okkur stöðunni hér á Íslandi.
Mér líður ágætlega en gæti liðið betur er nafnið á smásagnaúrvali eftir bandaríska rithöfundinn Lydia Davis sem kom út í íslenskri þýðingu nú fyrir jólin. Það er í fyrsta sinn sem Davis er þýdd á íslensku en hún er einhver mest spennandi og frumlegasti samtímahöfundur Bandaríkjanna. Hún skrifar hnyttnar ör- og smásögur en þrátt fyrir smæð eru viðfangsefnin stór og margar þeirra átakanlegar og heimspekilegar. Við förum í heimsókn til Berglindar Ernu Tryggvadóttur sem valdi og þýddi sögur þessa merkilega höfundar.
Viðmælendur: Berglind Erna Tryggvadóttir, Heiðar Ingi Svansson, Jón Heiðar Gunnarsson og Embla Rún Hall.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

112,586 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,631 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners