Mannlegi þátturinn

Logi Bergmann, 1.apríl og póstkort frá Spáni


Listen Later

Í dag er 1. apríl og þá eru margir varir um sig, lesa fréttir með örlítið meiri tortryggni en annars og hugsa sig vel og vandlega um áður en þau gera eitthvað sem þau hafa verið beðin um, af ótta við að vera göbbuð, á meðan aðrir geta ekki beðið eftir þessum degi, því þá loksins láta þau ráðabrugg um meistaralegt aprílgabb verða að veruleika, sem hefur jafnvel tekið langan tíma að undirbúa og skipuleggja. Geta ekki beðið eftir því að sjá svipinn á vinnufélaganum, fjölskyldumeðlimnum eða jafnvel á heilum hópi, ef gabbið heppnast vel. Ég hef grun um að viðmælandinn sem við fengum í viðtal í tilefni 1.apríl tilheyri frekar síðari hópnum. Hann er þekktur fyrir að stríða vinum, fjölskyldu og vinnufélögum og oft með ágætis árangri. Þetta er Logi Bergmann, hann var hjá okkur og rifjaði upp gömul og góð aprílgöbb.
Það er ekki hlaupið að því núna að fara með hljóðnemann um borgina og taka gangandi vegfarendur tali. Það þarf að passa fjarlægðir og fyrir utan að það eru fáir á ferli. Árið 2014 vorum Guðrún og Gunnar saman með síðdegisþátt og þá, á 1.apríl, fóru þau með hljóðnemann á lofti um borg og bí og spurðu fólk hvort það hefði hlaupið 1.apríl og hvort það ætti minningar um slíkt á þessum gabbdegi.
Kórónuveirufaraldurinn var eins og síðast aðalefni Póstkortsins frá Magnús R. Einarssyni á Spáni í dag. Það var sagt frá daglegu lífi sem hefur farið gersamlega úr skorðum hjá spánverjum. Óttinn við veiruna er ekki ástæðulaus því mannfallið er það næstmesta í heimi. Nú hefur allri starfsemi verið hætt nema þeirri allri brýnustu og eftirlit með útgöngubanninu hert til muna. Það hefur verið talað um að framlengja banninu út apríl mánuð en ekki verið staðfest af stjórnvöldum enn sem komið er. Stjórnvöld á Spáni hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir seinagang og óskipulegar varnir gegn farsóttinni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners