Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína. Hún er kannski fyrst og fremst þekkt sem söngkona, bæði með Risaeðlunni og svo hún sjálf. Við rifjuðum upp ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag, en næst á dagskrá hjá henni verða tónleikar í Eldborg þar sem hún mun syngja lög Megasar með valinkunnum tónlistarmönnum og þremur kórum. Magga Stína sat svo áfram í matarspjalli dagsins og sagði frá hafragraut og stórlúðu með sítrónu.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON