Mannlegi þátturinn - Föstudagur 21.des 2018
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson, sem leikur Ríkharð III, eitt stærsta karlhlutverk leiklistarsögunnar, í hátíðarsýningu Borgarleikhússins sem verður frumsýnd milli jóla og nýjárs. Við förum með honum aftur í tíma og fáum að vita hvar hann fæddist og ólst upp, við forvitnumst um æskuna og skólagönguna og hvenær leikarinn fór að verða til hjá honum.
Í matarspjallinu góða fær Sigurlaug Margrét til sín góðan gest en það er engin önnur en Marenza Poulsen sem sest hjá okkur. Marenza hefur kennt okkur einhver ósköp um matargerð í gegnum þá áratugi sem hún hefur búið á Íslandi og er td ein af þeim fyrstu sem brýndi fyrir Íslendingum að slaka á fyrir jólin og reyna að njóta aðventunnar. Við þekkjum of vel þessa tilhneigingu okkar til að taka allt í gegn á þessum árstíma, brjóta niður veggi, mála íbúðina, skipta um bað osfrv. En í dag ætlar Marenza að tala um hátíðisdaga framundan, aðfangadagur,jóladagur og við förum um víðan völl í spjallinu okkar.