Margrét Katrín Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi og mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi. Margrét verður fyrsta konan til að gegna starfi kaupfélagsstjóra KB í 115 ára sögu félagsins. Við slógum á þráðinn til hennar í Borgarnes í dag.
Björgvin Franz Gíslason hefur leikið Ragga Bjarna og fleiri hlutverk í yfir 200 sýningum á Ellý í Borgarleikhúsinu. Nú undirbý hann sig fyrir frumsýningu á söngleiknum Matthildur þar sem hann leikur skólastýruna Karítas Mínherfu, sem er víst hreinasta martröð. Björgvin kom í heimsókn í þáttinn og sagði okkur frá þessum ólíku hlutverkum sem hann spreytir sig á þessa dagana og.
Fjölmargar björgunarsveitir eru starfandi víðsvegur um landið og með þeim starfa um 20 björgunarsveitarhundar og þótt hundarnir séu miklum meðfæddum hæfileikum búnir þarf að þjálfa þá og til þess þarf þolinmæði og mikla kunnáttu. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Björk Ingvarsdóttur sem starfar með Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík og þjálfar labradorhundinn Tinnu sem er tilvonanadi björgunarsveitarhundur. Með Björk í för var formaður Dagrenningar Sigurður Vilhjálmsson sem sagði frá störfum sveitarinnar.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON