Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Margrét Erla Maack. Hún hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina, verið í sjónvarpi og útvarpi, í uppistandi, unnið í sirkus, verið burlesque dansari, danskennari o.fl. Hún er þessa dagana að standa fyrir söfnun á Karolinafund fyrir fæðingarorlofi, en hún er sjálfstætt starfandi, með breytilegar tekjur og hefur því takmarkaðan rétt á fæðingarorlofi. Við spjölluðum við hana um æskuna og uppvöxtinn, ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag og um söfnunina.
Nemendur við Hótel og veitingaskólann bjóða af og til uppá nokkurs konar hátíðaræfingakvöldverð og bjóða til sín góðum gestum. Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson voru gestir nemendanna í gær og fengu að bjóða Sigurlaugu Margréti með sér. Hún sagði okkur frá þessu kvöldi, matnum, þjónustunni og samkvæmisleikjum í matarspjalli dagsins.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON