Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Mottumars er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvörn gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Við fengum í þáttinn þau Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og Braga Guðmundsson, en hann þekkir krabbamein af eigin raun.
Í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld mun G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinna fjalla um heimilaskipti sem hann hefur átt í, Danmörku, París, Berlín, Bordeaux og í Argentínu. Ræði kostina við þessa tegund ferðalaga, hvað ber að hafa í huga og fleira. Einnig mun hann segja frá reynslu sinni af þessu í gegnum árin. Hvernig þetta fyrirkomulag gefur manni aðra sýn á staðinn sem heimsóttur er, sýn sem maður fær ekki á hóteli. Kostnaðinn og sparnaðinn, samskipti við hinn aðilann, fyrir, á meðan og ekki síður á eftir. G. Pétur kom í þáttinn og sagði frá.
Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag segir af afar sérkennilegri og fornri hefð sem er alltaf viðhaldið á öskudaginn á Spáni og tíðkast hvergi annars staðar nema í fyrrum nýlendum Spánar í Ameríku. Að gefa þjórfé tíðkast ekki að ráði hjá Spánverjum og það er talið bruðl að gefa meira en nokkra smáaura. Í lok pistilsins sagði Magnús frá kynnum sínum af litlum bæ út í sveit fyrir sunnan Alicante.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON