Mannlegi þátturinn

Mottumars, heimilaskipti og póstkort frá Spáni


Listen Later

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Mottumars er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvörn gegn krabbameinum. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum auk þess sem hreyfing er til góðs fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein. Við fengum í þáttinn þau Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins og Braga Guðmundsson, en hann þekkir krabbamein af eigin raun.
Í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld mun G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinna fjalla um heimilaskipti sem hann hefur átt í, Danmörku, París, Berlín, Bordeaux og í Argentínu. Ræði kostina við þessa tegund ferðalaga, hvað ber að hafa í huga og fleira. Einnig mun hann segja frá reynslu sinni af þessu í gegnum árin. Hvernig þetta fyrirkomulag gefur manni aðra sýn á staðinn sem heimsóttur er, sýn sem maður fær ekki á hóteli. Kostnaðinn og sparnaðinn, samskipti við hinn aðilann, fyrir, á meðan og ekki síður á eftir. G. Pétur kom í þáttinn og sagði frá.
Póstkortið sem við fengum frá Magnúsi R. Einarssyni frá Spáni í dag segir af afar sérkennilegri og fornri hefð sem er alltaf viðhaldið á öskudaginn á Spáni og tíðkast hvergi annars staðar nema í fyrrum nýlendum Spánar í Ameríku. Að gefa þjórfé tíðkast ekki að ráði hjá Spánverjum og það er talið bruðl að gefa meira en nokkra smáaura. Í lok pistilsins sagði Magnús frá kynnum sínum af litlum bæ út í sveit fyrir sunnan Alicante.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners