Bara bækur

National Book Awards, MEN og Áslaug Agnarsdóttir


Listen Later

Áslaug Agnarsdóttir þýðandi er nýr handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Áslaug er gestur þáttarins í dag og segir frá tvítyngdum uppvaxtarárum, ást á rússneskum bókmenntum og menningu og sjálfu tungumálinu.
Við förum í heimsókn til Sigrúnar Pálsdóttur rithöfundar og sagnfræðings sem var að senda frá sér nýja skáldsögu, MEN - Vorkvöld í Reykjavík. Bókin er stutt en í henni er heilmikill farmur og fjallar á ærslafullan hátt um blaðaviðtal sem fer úr böndunum á svo margan hátt, hún fjallar um útskúfun, hugleysi og hugrekki en líka pólitísk leyndarmál með skírskotun í raunverulega atburði.
Og bandarísku bókmenntaverðlaunin The National Book Awards voru afhent voru afhent í 74. sinn við fína gala athöfn í New York á dögunum. Það er stærstu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna ásamt Pulitzer verðlaununum og fá verðlaunabækurnar iðullega mikla athygli. Af fimm verðlaunaflokkum eru það óskálduðu bækurnar og skáldsögurnar sem mest er rætt um, í skáldsagnaflokki var það Justin Torres sem fékk verðlaun fyrir skáldsöguna Blackouts. Við förum yfir það helstu tíðindi hátíðarinnar, þar á meðal yfirlýsingu sem lesin var upp í lokaræðunni um vopnahlé á Gaza.
Viðmælendur: Áslaug Agnarsdóttir og Sigrún Pálsdóttir.
Lesari: Guðni Tómasson.
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Vorkvöld í Reykjavík - Ragnar Bjarnason með hljómsveit Svavars Gests, Kvällar i Moskvas förstäder - Jan Johansson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Bara bækurBy RÚV


More shows like Bara bækur

View all
Víðsjá by RÚV

Víðsjá

2 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

The Daily by The New York Times

The Daily

113,056 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

The Rest Is History by Goalhanger

The Rest Is History

15,848 Listeners

Mennska by Bjarni Snæbjörnsson

Mennska

0 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu by Benedikt bókaútgáfa

Sólin - Hlaðvarp Benedikts bókaútgáfu

0 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners