Lögreglumennirnir fyrrverandi Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson hjá njósnafyrirtækinu PPP gerðu leynilega upptöku af samtali sínu við Jónas Helgason í nóvember árið 2012. Jónas var aðalrannsakandinn í gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands sem rannsakað hafði útgerðarfélagið Samherja á þessum tíma.
Jónas tók meðal annars þátt í húsleit hjá Samherja og hafði 22 ára reynslu af störfum í lögreglunni áður en hann fór til Seðlabanka Íslands. Þegar samtalið átti sér stað voru sex mánuðir frá því að Jónas lét af störfum í gjaldeyriseftirlitinu.
Í samtalinu reyndi PPP að fá upplýsingar frá Jónasi um gang rannsóknar Seðlabanka Íslands á Samherja. Í tímaskýrslum PPP kemur fram að þeir unnið þetta verk fyrir hönd Samherja.
Um er að ræða enn eitt málið úr stórum gagnaleka um njósnafyrirtækið PPP.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson