Mannlegi þátturinn

Nýtt lag Daða, klifur á Skaganum og Heilsuvaktin


Listen Later

Daði Freyr hefði átt að standa á sviðinu í Rotterdam í síðustu viku og líklegast aftur á laugardagskvödið og jafnvel vinna Eurovision miðað við spár, en auðvitað vitum við hvernig fór með keppnina í ár. Við heyrum í Daða Frey í þættinum í dag, en hann var fenginn til að semja lag Barnamenningarhátíðarinnar í ár, þar sem hann fékk hjálp 4.bekkinga úr grunnskólum Reykjavíkur við að semja textann og lagið var frumflutt í gær. Við spjölluðum við hann um tilurð þessa lags, óvissutímann í Eurovisionundirbúningi og miklar vinsældir lagsins Think About Things, en hver stórstjarnan á fætur annarri hefur deilt laginu á samfélagsmiðlum og allir eru að spreyta sig á dansinum sem Daði samdi fyrir lagið. Daði Freyr var heima hjá sér í Berlín þegar við spjölluðum við hann.
Við kynntumst líka Smiðjuloftinu - sem er afþreyingarsetur á Akranesi, ætlað bæði börnum og fullorðnum. Þar er margt í gangi t.d. er hægt að læra þar klifur og svo ætla þau að þjóða upp á fjölskylduferðir á Akrafjallið í sumar - gönuferðir og klifurferðir. Þórður Sævarsson, annar eigenda Smiðjuloftsins var í símanum.
Þeim hefur fjölgað verulega, á síðastliðnum tíu árum, sem eru lagðir inn á sjúkrahús gegn vilja sínum. Flestir voru þvingaðir til sjúkrahúsvistar fyrir tveimur árum eða 137 manns. Þeir sem í þessu lenda geta átt von á því að vera einnig þvingaðir til að þiggja lyfjameðferð gegn vilja sínum. Sveinn Rúnar Hauksson læknir vill hætt verði að þvinga fólk á þennan hátt. Hann sat í starfshópi heilbrigðisráðherra um þvíngaða meðferð sem skilaði af sér nýlega. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni í dag.
UMSJÓN MARGRÉT BLÖNDAL OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners