Í dag kl.15.00 verða þögull gjörningur við Ráðhúsið í Reykjavík til að vekja athygli á því að það eru yfir 300 manns sem eru á götunni í Reykjavík. Það er minningarsjóður Þorbjarnar Hauks Liljarssonar “Öruggt skjól“ sem efnir til þessa gjörnings en Þorbjörn Haukur varð bráðkvaddur í október í fyrra, 46 ára að aldri og hafði þá búið á götunni til margra ára. Móðir Þorbjörns kom í þáttinn.
Í landi Seljaness reis í vor tjald - þó ekkert venjulegt útilegutjald, Þetta er mongólkst hirðingjatjald og eigandi þess og tjaldráðandi er Elín Agla Briem. Kristín Einarsdóttir heimsótti Elínu í tjaldið og fékk að vita sögu þess, sögu hlutanna sem þar eru og hlutverk þess í samfélaginu.
Í síðastliðinni viku fór fram Norræn vatnstjónaráðstefna þar sem meðal annars var farið yfir eðli vatnstjóna, orsakir og afleiðingar. Erindin frá íslandi fjölluðu meðal annars um rannsóknir á íslenskum byggingarefnum hjá Nýsköpunarmiðstöð rannsóknarstofu byggingariðnaðarins þ.e.a.s. hvernig þau bregðast við rakaálagi. Fjallað var sérstaklega um myglu í íslenskri steypu. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir er fagstjóri hjá EFLU verkfræðistofu hún kom í þáttinn.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON