Mannlegi þátturinn

Qigong, skyndihjálparnámskeið og sálfræðingur um flughræðslu


Listen Later

Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta notið þeirra. Þær byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Æfingarnar opna á orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu. Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun og Qigong kennari segir að þekking á Qigong lífsorku geti hjálpað stjórnendum til að standa enn betur með sér og starfsmönnum sínum. Þorvaldur fræddi okkur um Qigong í dag.
9-12 ára gömul börn geta lært skyndihjálp um helgina og tekið foreldra sína með. Það er Borgarbókasafnið sem býður uppá námskeiðið sem er ókeypis og þarna verður fjallað à fjölbreyttan hátt um helstu atriði skyndihjálpar. Má þar nefna endurlífgun, losun aðskotahlutar úr öndunarvegi, stöðvun blæðingar og bruna. Skyndihjálparleiðbeinandi frá Rauða Krossinum stýrir kennslunni. Við heyrðum í Rut Ragnarsdóttur, barnabókaverði, í þættinum dag.
Í dag heyrðum við sjötta og síðasta pistil Daníels Ólasonar um flughræðslu. Hann hefur sjálfur þjáðst af mikilli flughræðslu og ákvað því að gera pistla um efnið þar sem hann talar við fagfólk og fær svör við spurningum sem hafa brunnið á honum í von um að það minnki flughræðsluna. Í síðasta pistli talaði hann við loftaflsfræðing en í dag tó hann viðtal við Ólafíu Sigurjónsdóttur, doktor í sálfræði, og sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni og velti því fyrir sér hvort hún sé með töfralausnina fyrir þau sem eru flughrædd.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners