Mannlegi þátturinn

Raggi Bjarna föstudagsgestur og Jakob og smurbrauðið


Listen Later

Föstudagsgesturinn okkar fæddist í lítilli risíbúð að Lækjargötu 12a, sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttur sem voru bæði mikið tónlistarfólk. Móðir hans var ein fyrsta dægurlagasöngkona landsins og söng með Dómkirkjukórnum í marga áratugi. Faðir hans var hljómsveitarstjóri og hljómsveit hans sem bar nafn hans var landsfræg á sínum tíma. Hann hóf ekki tónlistarferil sinn sem söngvari, heldur sem trommuleikari, en þegar hann var 16 ára söng hann ásamt Sigurði Ólafssyni inn á lakkplötu tvö lög sem komu út áratugum seinna á safndiski í tilefni 75 ára afmælis hans. Um þessar mundir fagnar hann 85 ára afmælinu með stórtónleikum í Hörpu. Þetta er auðvitað Raggi Bjarna, föstudagsgestur Mannlega þáttarins í dag.
Íslendingum finnst smörrebrauð alveg sérstaklega gott og það voru Danir sem kenndu okkur að meta það lostæti: Góð máltíð á einni brauðsneið. Samkvæmt nákvæmum rannsóknum Mannlega þáttarins, er það víst síld, lax, roastbeef og rauðspretta sem eru vinsælasta áleggið hjá Dönum. Við gerðum einnig mjög nákvæma úttekt á því hvað Íslendingum finnst best á smörrebrauðið. Í matarspjalli dagsins ræddum við og Sigurlaug Margrét við Jakob Jakobsson sem rekur Jómfrúnna í Lækjargötu.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

133 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

5 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners