Föstudagsgestirnir okkar voru systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal. Þau koma við sögu á árlegum árlegum barna- og fjölskyldutónleikum með Stórsveit Reykjavíkur á sunnudaginn 1.desember. Tónleikarnir hafa vakið mikla lukku í gegnum árin, sérstaklega hjá yngri hlustendum sem fá tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim jazz- og stórsveitartónlistar. Stórsveitin mun leika nýja tónlist eftir Hauk við nýja barnasögu eftir Bergrúni Írisi Sævarsdóttur, Ragnheiður syngur ásamt og Barnakórnum við Tjörnina.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var gestur okkar í matarspjalli dagsins. Þriðja matreiðslubókin hennar var að koma út , Í eldhúsi Evu, og þar hefur hún safnað saman sínum eftirlætis uppskriftum og við ætlum að forvitnast um hvað er í uppáhaldi hjá henni.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON