Við kynntumst Rassias-aðferðinni, sem er óhefðbundin kennsluaðferð í tungumálanámi sem verður kennd hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið aðferðarinnar er að láta nemendur finna fyrir öryggi þegar þeir læra nýtt tungumál og læra í leiðinni um menningu og samfélag tungumálsins sem þeir læra. Erla Bolladóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Mímis kom í þáttinni
Tímaritið HVAÐ er hvetjandi og eflandi tímarit fyrir börn og ungmenni sem ýtir undir sjálfstæða hugsun og heilbrigða sýn á tilveruna og náttúruna. Ágústa Arnardóttir safnaði fyrir útgáfunni á Karolina Fund í vetur og fyrsta blaðið kom út í vor en stefnt er að því að gefa blaðið út tvisvar á ári, á vorin og haustin. Ágústa er stödd í Evrópureisu með eiginmanni og börnum þar sem þau heimsækja þjóðgarða og stunda útivist af miklum móð og hafa nú heimsótt meira en 10 lönd, ekki alveg þessi týpíska sólarlandaferð Íslendinga. VIð slógum á þráðinn til hennaer í þættinum.
Lesandi vikunnar að þessu sinni var leikarinn og rithöfundurinn Guðmundur Ólafsson. Hann sagði okkur hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR