Fyrirhugaður smásölurisi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ætlar að opna fyrstu lágvöruverðsverslunina á Blönduósi. Fyrirtækið heitir Drangar og verður það þriðji smásölurisinn á markaðnum, ásamt Högum og Festi. Kallað hefur verið eftir í áratugi að lágvöruverðsverslun opni í Húnavatnssýslu og Skagafirði.
Reynir Grétarsson fjárfestir hefur framselt lóð undir verslunina til Dranga en hann hefur staðið í uppbyggingarstarfi í ferðaþjónustu á Blönduósi síðastliðin ár.
Rætt er við Reyni, forstjóra Dranga, formann Neytendasamtakanna og sveitarstjórann í Húnabyggð um lágvöruverslunina og mikilvægi hennar fyrir byggðina á Blönduósi og nærliggjandi sveitum.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson