Mannlegi þátturinn

Röddin er vöðvi sálarinnar, Hubblesjónaukinn og Alexandra lesandi


Listen Later

Á þessum fordæmalausu tímum hafa margir þurft að temja sér á mettíma nútímatækni og vinna að heiman, fjarkennsla og fjarfundir eru nú daglegt brauð, fólk er að stjórna í gegnum fjarbúnað og víst er þetta hefur verið heilmikil áskorun fyrir marga. Hvernig heldur maður athygli nemenda við fjarkennslu og hvernig kemur maður málum sínum á framfæri við svona aðstæður? Röddin er vöðvi sálarinnar segir Þórey Sigþórsdóttir leikkona og við ræddum við hana í þættinum í dag um mikilvægi þess að hafa röddina í lagi og kunna að beita henni til að ná áhrifum, vernda og hafa betri skilning á henni sem atvinnutæki.
Við sögðum frá því í upphafi þáttar á föstudaginn að þá voru liðin þrjátíu ár frá því að Hubblessjónaukanum var skotið á loft með geimferjunni Discovery hinn. Hann er spegilssjónauki en mælitæki hans geta numið vítt svið rafsegulrófsins. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA og ESA og er nefndur eftir bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Hubble sem gerði eina mestu vísindauppgötvun 20. aldar þegar hann uppgötvaði að alheimurinn er að þenjast út. En hvað gerir þessi sjónauki og hvað færir hann okkur jarðarbúum. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, kom í þáttinn og sagði okkur frá þessum merkilega sjónauka og mikilvægi hans.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Alexandra Briem, hún er varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

14 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

135 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

3 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

32 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

28 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners