Saga Garðarsdóttir leikkona var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún leikur eitt aðahlutverkið í nýrri kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er sem frumsýnd var í Cannes fyrr í mánuðinum og fékk ljómandi góðar viðtökur. Saga er tiltölulega nýlent eftir viðburðaríka daga í Cannes en hún hefur auðvitað verið á sviðum leikhússanna síðustu ár ásamt því að vera sjálfstætt starfandi gamanleikkona og grínisti um allar trissur. Hún er byrjuð að æfa leikritið ÍBÚÐ 10B eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í leikstjórn Baltasars Kormáks sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í haust. Við fórum í ferðalag í gegnum lífið með Sögu Garðarsdóttur í þættinum í dag.
Svo var auðvitað matarspjallið með Sigurlaugu Margréti á sínum stað, en hún er stödd í þetta sinn á Krít hvaðan hún var í beinu sambandi. Lambakjöt, sósur, fetaostur, safaríkar melónur, hunang og olía úr fjöllunum er meðal þess sem hún sagði okkur frá í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Reyndu aftur / Mannakorn (Magnús Eiríksson)
Í draumalandinu / Space Station (Björgúlfur Jes Einarsson)
Það sem enginn veit / Eysteinn Pétursson (Þórbergur Þórðarson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR