Mannlegi þátturinn

Sannar gjafir, Óbyggðasetrið og þjóðfræðifeðgin


Listen Later

Jólagjafir geta verið margvíslegar; stórar, litlar, praktískar og skemmtilegar og svo er óumdeildur munurinn á hörðum pökkum og mjúkum. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur, ásamt auðvitað ýmsum öðrum hjálparstofnunum lagt sitt að mörkum undanfarin ár til að auðvelda fólki að finna sannar gjafir - kannski ekki síst handa þeim flokki fólks sem „á allt“. Við skoðuðum í dag hvað það er sem UNICEF er að bjóða, hvað stendur á bak við þessar gjafir og forvitnuðumst í leiðinni hvernig fjáröflun hefur gengið á þessu sérkennilega ári. Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi sagði nánar frá í þættinum í dag.
Á því herrans ári 1780 rak fólk á bæjum við Eyjafjörð upp stór augu er það sá tvo menn koma af Vaðlaheiði og fara undan brekkunni sem fugl flygi, þótt fannkyngi væri og mesta ófærð. Reyndurst þetta vera tveir ungir menn úr Þingeyjarsýslu á skíðum. Við fengum sendar Óbyggðafréttir frá Óbyggðasetri Íslands á Egilsstöðum þar sem meðal annars þessi saga af skíðamönnunum tveimur á 18.öld er rifjuð upp. Óbyggðasetrið er staðsett á innsta bænum í Fljótsdal, á brún stærstu óbyggða Norður Evrópu. Þar er allt hannað til að leyfa gestum að upplifa anda fortíðarinnar á Íslandi. Við hringdum austur og heyrðum í Steingrími Karlssyni, framkvæmdastjóra setursins í þættinum.
Á dögunum bárust á Strandir bókakassar - það væri líklega ekki frásögur færandi nema vegna þess að í þessum kössum voru bækur útgefnar á Ströndum, Strandir 1918 - ferðalag til fortíðar. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti ritstjórann og einn greinarhöfund, þjóðfræðifeðginin Jón Jónsson og Dagrúnu Ósk Jónsdóttur.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

13 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

134 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur by RÚV

Segðu mér með Viktoríu Hermannsdóttur

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms by heilsuhladvarp

Heilsuhlaðvarp Lukku & Jóhönnu Vilhjálms

4 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners