Sérfræðingurinn okkar þessa vikuna var Dr. Janus Guðlaugsson sem stofnaði Janus-heilsuefling ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem vinnur að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Dr. Janusar Guðlaugssonar, Fjölþætt heilsurækt: Leið að farsælli öldrun. Janus fór yfir þessi mál í þættinum og svaraði spurningum hlustenda til dæmis um það að efla hreyfifærni og bæta styrk og þol. Og hvað er best að gera til að geta tekist á við athafnir daglegs lífs í framtíðinni og geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu og notið lífsins?
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR