Mannlegi þátturinn

Skeiðakenningin, systkinin í Blood Harmony og Eldblóm í Örlygshöfn


Listen Later

Við fræddumst í dag um það sem kallast skeiðakenningin. Höfundur kenningarinnar, Christine Miserando, þróaði þessa kenningu til að geta útskýrt fyrir vinkonum sínum hvernig hún verður að skipuleggja hvern einasta dag og að hún gæti ekki gert allt sem hún vildi, en hún glímdi frá 15 ára aldri við skerðingar á daglegu lífi vegna þreytu og verkja. Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi hjá Ljósinu, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, vinnur talsvert með skeiðakenninguna í sínu starfi og hún kom í þáttinn og sagði okkur betur frá í dag.
Við fengum svo lifandi tónlist um miðbik þáttarins þegar systkinin í hljómsveitinni Blood Harmony komu í viðtal og spiluðu fyrir okkur og sungu, Ösp, Örn Eldjárn, en Björk systir þeirra var fjarri góðu gamni í þetta sinn. Þau hyggja á plötuútgáfu á næsta ári og spila á nokkrum tónleikum í sumar og taka þátt í Sumartónum í Salnum í dag. Þau fluttu í hljóðverinu hjá okkur lagið Draumsnillingar sem Ösp samdi og gaf Erni í jólagjöf.
Bergsteinn Sigurðsson, kollegi okkar úr sjónvarpinu, kom við á Minjasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn í sunnanverðum Patreksfirði og hitti Sigríði Soffíu Níelsdóttur, danshöfund og listakonu, en hún var þar með uppákomu undir merkjum Eldblóma, sem er hennar vörumerki fyrir hennar list, hvort sem það eru líkjörar, ilmur, flugeldasýning, haustlaukar og blómainnsetning. Bergsteinn var svo góður að leyfa okkur að senda það út í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Spánardraumur / Hljómsveit Ingimars Eydal (erlent lag, texti Einar Haraldsson)
Sideways / Sigrún Stella (Sigrún Stella
Draumsnillingar / Blood Harmony (Ösp Eldjárn)
Tasko Tostada / Hljómar (Rúnar Júlíusson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Mannlegi þátturinnBy RÚV

  • 4
  • 4
  • 4
  • 4
  • 4

4

4 ratings


More shows like Mannlegi þátturinn

View all
Segðu mér by RÚV

Segðu mér

16 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Morðcastið by Unnur Borgþórsdóttir

Morðcastið

132 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Einmitt by Einar Bárðarson

Einmitt

4 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Með lífið í lúkunum by HeilsuErla

Með lífið í lúkunum

7 Listeners

Undirmannaðar by Undirmannaðar

Undirmannaðar

6 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners